Dagbók miðaldra unglings
(By Sigrún Elíasdóttir)


Size | 20 MB (20,079 KB) |
---|---|
Format | |
Downloaded | 570 times |
Last checked | 7 Hour ago! |
Author | Sigrún Elíasdóttir |
Urður er nýskilin. Hún er komin yfir fertugt. Hún hefur sagt upp starfi sínu sem ósýnileg eiginkona og buguð móðir. Nú þarf hún að svipta rykinu af samskiptahæfileikum og öllum þeim sjarma sem legið hefur í dvala árum saman og taka stóra dýfu út í þann agnarlitla og grugguga poll sem íslenskur stefnumótamarkaður er. Þar svamlar hún án kúta en þó vopnuð óbilandi trú á sjálfri sér.
Dagbók miðaldra unglings er gamansöm skáldsaga af bláköldum veruleika konu sem þarf að finna sig á nýjan leik og hugsanlega eitthvað meira. Þetta er saga af samskiptum kynjanna á stafrænni öld, óþægilegum skilaboðum, vandræðalegum uppákomum, dauðum samtölum og brostnum vonum. Sigrún Elíasdóttir hefur áður skrifað ljúflestrarbækurnar um Eyrarvík sem slegið hafa í gegn hjá lesendum. Einnig hefur hún um árabil stýrt hlaðvarpinu Myrka Ísland, sem varpar ljósi á hörmungar og hamfarir í sögu Íslands. Dagbók miðaldra unglings er hárbeitt, glettin og stórskemmtileg saga þar sem segja má að rómantík og gaman mæti hversdagslegum hörmungum og hamförum miðlífskrísu og neðanbeltismynda.”