“Book Descriptions: Sum leyndarmál fylgja manni ævina á enda. Sólveig sér fram á að yfirgefa heimili sitt og flytja á hjúkrunarheimili vegna heilsubrests í kjölfar heilablæðingar. Veikindin eru alvarlegri en þau virtust í fyrstu. Óuppgerð leyndarmál þjaka hana og draugar fortíðar sækja enn fastar að henni nú þegar lífsvegur hennar virðist á enda kominn. Bára er ung kona um miðja tuttugustu öldina. Hún er starfsnemi í kjólasaumi og framtíð hennar virðist björt. En í fortíðinni leynist myrkur sem hún á erfitt með að takast á við og í nútíðinni þarf hún að glíma við erfiðar tilfinningar og ný leyndarmál. Sálarstríð er áhrifamikil og falleg saga þar sem örlög þessara tveggja kvenna tvinnast saman á eftirminnilegan og óvæntan hátt.” DRIVE