“Book Descriptions: Máni og Vaka flytja á yfirgefinn sveitabæ eldri hjóna sem farin eru á hjúkrunarheimili á Hvolsvelli. Vaka ætlar að taka upp heimildarmynd sem hún vonar að opni henni dyr í kvikmyndageiranum. Máni ætlar hins vegar að flýja áreiti borgarinnar, jafna sig eftir aðgerð og róa órólegan hugann.
En ekki er allt með felldu í þessu búi.
Það er eins og ekki hafi verið hreyft við neinu í mörg ár. Er þetta ryk eða aska? Hvers vegna hefur fólk í sveitinni ímugust á Leó á næsta bæ? Hver sér um skepnurnar í fjarveru gömlu hjónanna? Og er ekki eitthvað undarlegt við þetta áhrifavaldapar sem nýlega hóf búskap neðar á nesinu?
Bú er fjórða skáldsagan eftir Sjöfn Asare, sem sýður saman svakalegan seið úr ókennilegum veruleika, ógn og skelfingu, taugatrekkjandi spennu og hrífandi frásagnargleði. Fyrsta skáldsaga Sjafnar, Flæðarmál, bar sigur úr býtum í handritasamkeppni Storytel árið 2020. Sögur hennar hafa vakið verðskuldaða athygli síðan en þriðja bók hennar Ég elska þig meira en salt naut gífurlegra vinsælda og hlaut tilnefningu til Íslensku hljóðbókaverðlaunanna árið 2025.” DRIVE