“Book Descriptions: Ungur maður finnst látinn á heimili sínu við Klapparstíg og við fyrstu sýn bendir allt til þess að hann hafi stytt sér aldur. Á sama tíma tekst Lögreglan í Reykjavík á við umfangsmikið og áberandi sakamál sem virðist snúast um átök og uppgjör tveggja alþjóðlegra glæpahópa í undirheimum Reykjavíkur.
Rúna er allt annað en sátt við að vera sett á hliðarlínuna og látin taka að sér rannsókn á sjálfsvígi Árna Sigríðarsonar þegar svo mikið ber undir. En fljótlega fara að renna á hana tvær grímur varðandi dauða unga mannsins og þegar hún og Hanna, samstarfskona hennar, kafa dýpra í líf Árna kemur í ljós að ekkert er eins og það sýnist. Eftir því sem þær rekja upp sívaxandi vef leyndarmála, lyga og blekkinga vakna um leið draugar fortíðar, sem leiða Rúnu á kalda slóð morðs sem aldrei var leyst og stendur henni nær en hana hefði grunað.
Steindór Ívarsson hefur slegið í gegn með skáldsögum sínum, Þegar fennir í sporin, Sálarhlekkir og Sálarangist. Blóðmeri, frumraun hans á sviði glæpasagna, var tilnefnd til Blóðdropans árið 2023 og hlaut gífurlega athygli. Völundur er margflókin og magnþrungin glæpasaga sem gefur forvera sínum ekkert eftir.” DRIVE