“Book Descriptions: Í smásagnasafninu Innlyksa sameina þrír höfundar raddir sínar í margslungnum frásögnum af ókennilegum veruleika. Í fimmtán sögum er lesandanum varpað ofan í lýsingar á bláköldum hversdegi yfir í hryllingsraunsæi og framtíðarskáldskap.
Saman takast sögurnar á við þungamiðju verksins, einangrun, einmanaleika og innilokunarkennd. Hvað gerir manneskjan þegar öll sund eru lokuð?
Innlyksa er samvinnuverkefni þriggja höfunda sem hafa vakið athygli síðustu ár með skáldsögum sínum og ljóðabókum. Það eru þær Díana Sjöfn Jóhannsdóttir, Rebekka Sif Stefánsdóttir og Sjöfn Asare.
„Sögur sem smjúga inn að merg. Raunsæi og annarleiki fléttast saman á áhrifaríkan hátt í anda Svövu Jakobsdóttir.“ - Berglind Ósk, rithöfundur
„Innlyksa er tilraun til að brjótast út. Grípandi sögur og samspilið áhugavert á milli höfundanna þriggja.“ - Steinar Bragi, rithöfundur” DRIVE