“Book Descriptions: 'Lögreglan á Suðurlandi lýsir eftir Júlíu Káradóttur, 13 ára. Júlía er 165 cm á hæð með dökkt, axlarsítt hár, klædd í rauða hettupeysu og bláar gallabuxur. Júlía er heyrnarlaus en talar íslenskt táknmál og les af vörum. Síðast sást til Júlíu síðdegis í gær í Þorlákshöfn.'
Lára Magnúsdóttir var farin að nálgast fimmtugt þegar hún ákvað að breyta til og tók snarpa beygju í lífi sínu sem leiddi að lokum til þess að hún hóf störf hjá rannsóknarlögreglunni. Það kemur í hennar hlut að kafa ofan í tölvu stúlkunnar sem hvarf og rekja spor hennar í netheimum. Fyrr en varir ratar Lára á skelfilegar slóðir því undir friðsælum smábænum Þorlákshöfn leynist þreifandi myrkur sem vellur smám saman upp á yfirborðið. En hvað ef lausn ráðgátunnar liggur nær en virðist við fyrstu sýn? Hvað ef eina leiðin til að finna stúlkuna er að rífa ofan af gömlum sárum bæjarbúa sem aldrei gréru um heilt?
Hún gengur í myrkri er fyrsta bók Kolbrúnar Valbergsdóttur í nýrri seríu sem varpar spegli á skuggahliðar nútímans. Kolbrún hefur átt mikilli velgengni að fagna og sýnir hér og sannar enn og aftur hvað í henni býr með grípandi og drungalegri glæpasögu sem þú getur ekki hætt að hlusta á.” DRIVE