“Book Descriptions: Reykjavík býr yfir ótal leyndarmálum Föstudagskvöld nokkurt í september yfirgefur hin nítján ára gamla Sigríður Bella Ólafsdóttir æskuheimili sitt við Dragaveg. Hún segir engum hvert hún er að fara. Þegar hún skilar sér ekki aftur heim hringja foreldrar hennar á lögregluna. Það er eins og jörðin hafi gleypt dóttur þeirra.
Tuttugu árum síðar finnast mannabein við uppgröft í húsagarði í austurbænum. Hörður Grímsson fer með rannsókn málsins. Í ljós kemur að um líkamsleifar Sigríðar Bellu er að ræða. Hrollvekjandi staðreyndir benda til þess að hún hafi verið myrt.
Það litla sem lögreglan hefur í höndunum um hvarf stúlkunnar er skýrsla sem var skrifuð í rannsóknardeildinni á sínum tíma. Að mati Harðar var rannsókninni mjög ábótavant. Fljótlega beinast grunsemdir lögreglunnar að ákveðnum einstaklingi en sannanir skortir og fara þarf að öllu með gát. Hinn grunaði má alls ekki fá veður af rannsókninni.
Hörð fer að gruna að fleiri stúlkur hafi verið myrtar. Hann óttast líka að morðinginn sé ekki hættur og hafi þegar valið sér næsta fórnarlamb. Lögreglan leggur nótt við dag við rannsókn málsins, enda er tíminn senn á þrotum og mannslíf í húfi.” DRIVE