“Book Descriptions: Vorið 2003 kemur ungur maður örmagna og blóðugur inn í Þjónustumiðstöðina í Skaftafelli eftir hrakninga á öræfum. Hann heitir Bernharður Fingurbjörg, austurrískur örnefnafræðingur, og erindi hans til landsins var að halda í rannsóknarleiðangur inn á Vatnajökul og vitja um vettvang hroðalegs glæps sem framinn var tuttugu árum fyrr og beindist meðal annars að móður hans. Á köflum er þessi bók nokkurs konar sálumessa yfir Íslandi. Þetta er magnaður óður um öræfi landsins, öræfi mannssálarinnar og öræfi íslenskrar menningar. Hér skiptist á fjarstæðukennt grín og kraftmikil ádeila og allt vitnar um djúpa tilfinningu höfundar fyrir íslenskri náttúru og mannlífi gegnum aldirnar.” DRIVE