“Book Descriptions: Boulanger-fjölskyldan í Stykkishólmi er til meðferðar hjá geðlækninum Snæfríði Björnsdóttur. Eftir að dóttirin Alma hitti Jesú í sumarfríi fjölskyldunnar á Spáni fór hversdagslífið úr skorðum. Þegar Alma einsetur sér að fylgja fordæmi frelsarans — bjóða hinn vangann og hjálpa sínum minnsta bróður — hrindir hún af stað atburðarás sem hneykslar bæjarbúa. Foreldrarnir taka í taumana og er ráðgjöfinni ætlað að koma Ölmu aftur niður á jörðina. Hjá Snæfríði verða hins vegar allir í fjölskyldunni að horfast í augu við eigin breyskleika og uppgjör er óumflýjanlegt.” DRIVE