“Book Descriptions: Hvort er mikilvægara, að segja sannleikann eða vernda þá sem maður elskar? Árið er 1615, og veröldin er gengin úr lagi, því jörðin er ekki lengur miðdepill alheimsins. Presturinn Pétur á Meyjarhóli skrifar bréf – eða skýrslu, jafnvel ákæruskjal – til að henda reiður á atburðum sem hafa skekið sveitina á Brúnasandi og kippt stoðum undan tilveru hans og ástvina hans. Því stundum lítur Guð undan og leyfir mönnunum að breytast í djöfla, og hvað verður um þá sem þrjóskast við að segja sannleikann um það sem gerðist? Einkum ef þeir eru svo alræmdir fyrir syndugt líferni, óhlýðni og ósvífni gagnvart höfðingjum þessa lands, að þá hefur dagað uppi á hinum afskekkta Brúnasandi. En þótt Brúnisandur sé á ystu rönd heimsins, þá blása þar alþjóðlegir vindar og flytja með sér nýja heimsmynd, hugmyndir og bækur, enskar duggur, spánska hvalfangara og tilskipanir frá konunginum í Kaupinhafn, sem ekki fara alltaf vel saman. Og hjörtu mannanna lúta engum lögum nema sínum eigin.” DRIVE