Rétt fyrir páska finnst athafnakonan Charlotte Wretlind myrt á hrottalegan hátt í svítu sinni á fjallahóteli í Åre. Morðið vekur óhug á svæðinu. Fljótlega kemur í ljós að fórnarlambið hefur tengsl við frægt fjallahótel í Storlien, niðurnítt skíðasvæði sem einu sinni naut mikilla vinsælda.
Lögreglumennirnir Daniel Lindskog og Hanna Ahlander stjórna rannsókn málsins þar sem samskiptaerfiðleikar, samskiptaerfiðleikar, sambandsslit og sárar bernskuminningar koma við sögu.
Samtímis reynir Hanna að höndla tilfinningar sínar og Daniel að takast á við reiðina sem hefur staðið honum fyrir þrifum.
Yfirbót er þriðja bókin í hinni æsispennandi seríu MORÐIN Í ÅRE. Fyrri bækurnar tvær, Helkuldi og Daladrungu, hafa fengið frábærar viðtökur.
Vivica Sten er einn virtasti glæpasagnahöfundur Norðurlanda. Bókaflokkur hennar um Sandhamn-morðin sló í gegn víða um heim og eftir honum voru gerðir mjög vinsælir sjónvarpsþættir” DRIVE