“Book Descriptions: Meginstef þessarar áhrifamiklu bókar eru nánustu sambönd fólks; hjóna, foreldra og barna, elskhuga og vina; og hvernig hið leyndasta í lífi sérhvers manns, það sem hugur einn veit, getur breytt öllu komi það upp á yfirborðið.
Snjór í paradís er mögnuð bók um ást og von, blekkingu og afhjúpun, hliðarspor og heiðarleika.
Í bókinni er fjallað um ástríður og þráhyggju, djúpa ást í meinum og fengist við þær tilvistarspurningar sem allir glíma við: Er ást skilyrðislaus eða hvar liggja mörkin? Hversu lengi getur fortíðin komið í bakið á okkur? Skipta blóðbönd máli?” DRIVE