“Book Descriptions: Ung íslensk stúlka er tekin höndum í Þjóðminjasafni Dana þar sem hún stendur við brotinn sýningarglugga með forsögulegt gullker í höndunum, óviðjafnanlegan þjóðardýrgrip. Móðir stúlkunnar fer til Kaupmannahafnar á fund hennar. Skýringar dótturinnar á verknaðinum hrinda af stað óvæntri atburðarás svo að dvöl móðurinnar verður önnur en fyrirhugað var. Hún kynnist framandi umhverfi í borginni en auk þess verður saga dótturinnar að leiðangri í forsögulegum tíma á vit goðsögunnar um Gunnlöðu sem gætti skáldskaparmjaðarins. Þetta mikla skáldverk fjallar um sekt, sakleysi og ást, og í því felst saga um mátt skáldskaparins til að snúa heimi af helbraut og hefja nýjan óð til lífsins.” DRIVE