“Book Descriptions: Tvíburarnir Inga og Baldur eru alveg að komast í páskafrí. Framundan sjá þau fyrir sér talsvert súkkulaðiát og almenna flatmögun en í ljós kemur að þau eiga að gista hjá ömmu sinni sem er nýflutt til landsins í hið dularfulla byggðarlag Héragerði. Inga tekur fréttunum fagnandi enda sýna útreikningar hennar fram á að amman hlýtur að skulda þeim páskaegg langt aftur í tímann. Baldur er ekki jafnspenntur og kvíðahnútur gerir sig heimakominn í maga hans. Það kemur þó fljótt í ljós að ferðalagið felur í sér alls konar ævintýri; riddara í næsta garði, strætóferð í prumpufýlu, nýja vini og meira að segja nýja fjölskyldumeðlimi.” DRIVE