“Book Descriptions: Ferðin er þriðja bókin í seríunni Hjartablóð og er um sjálfstætt framhald að ræða. Fyrstu tvær bækurnar, Fjötrar og Flóttinn, náðu miklum vinsældum og í þessari fáum við að skyggnast enn dýpra inní hugarheim Magdalenu Ingvarsdóttur, aðalsögupersónu bókanna. Magda reynir allt til að komast aftur heim til síns heittelskaða Ara. Hún þreytir för með ókunnri áhöfn til Svíþjóðar eftir langa vist á Íslandi. Með viðkomu á ókunnum eyjum á miðju hafi virðist ferðin engan endi taka. En því nær sem hún færist heimahagana því meira efast hún um að geta gengið að sama lífinu aftur. Mun Ari bíða hennar eftir allan þennan tíma? Fylgist með lífi fjölskyldunnar í Laufskógum í spennandi og átakanlegri sögu Hjartablóðs.” DRIVE