“Book Descriptions: Hér segir af Þuríði sem fór til Ameríku að leita gæfunnar heldur en að verða ævilangt vinnukona á Íslandi. Einnig skyggnumst við í hugarheim systur Þuríðar sem hóf búskap á hrjóstrugu landi á Íslandi og ól þar upp börn sín. En henni varð einatt hugsað til systur sinnar í Ameríku sem hún kynntist þó ekki fyrr en á fullorðinsárum.
Sagan Aldrei aftur vinnukona er framhald bókanna Aldrei nema kona (2020) og Aldrei nema vinnukona (2022) þar sem rakin er ættarsaga kvenna úr Skagafirði, allt frá 1711 til 1903.
Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir var lengi kennari eftir að hafa gegnt ýmsum öðrum störfum, meðal annars þýðingum á bókum og sjónvarpsefni. Hún byrjaði að grúska í móðurætt sinni fyrir nokkrum árum og fyrr en varði varð þetta grúsk að þriggja bóka flokki.” DRIVE