“Book Descriptions: Stúlkan sem sagðist ævinlega til í „sukkið“, gat elskað tvo menn í einu … kúrði til klukkan ellefu og sat annars hugar undir guðs orði … er komin hátt á sjötugsaldur. Hún er komin óravegu frá hinu óhaggandi samfélagi embættismanna um miðja nítjándu öld; hinum formfasta heimi landshöfðingja tímans. Óravegu frá léttleika æskunnar í húsinu á horni Austurstrætis og Pósthússtrætis, húsinu sem brátt mun brenna til kaldra kola.
Ævi og örlög Þóru Pétursdóttur Péturssonar biskups yfir Íslandi og eiginkonu Þorvaldar Thoroddsen náttúrufræðings eru líklega mátulega stór fyrir samtíma okkar.
Saga hennar segir frá kjólum og karlmönnum, draumum og glæstum vonum; grátbroslegum stundum í lífi lítillar þjóðar. Þetta er saga um tungumál og tjáningu, um þörf og hæfileika kvenna á síðari hluta nítjándu aldar til að búa til margradda frásögn um umhverfi sitt og þetta tímabil sögunnar sem þrátt fyrir allar ljósmyndirnar og textana er hljóðlaust og frosið.” DRIVE