“Book Descriptions: Tvö pör úr Reykjavík fara í hálendisferð að hausti. Á söndunum norðan við Vatnajökul gerir svartaþoku og fyrir slysni keyra þau á hús í auðninni. Jeppinn þeirra er ónýtur og þrátt fyrir dræmar móttökur íbúanna fá þau að gista. Ekkert samband er við byggð ból, húsið er varið eins og virki og á kvöldin læsa íbúarnir tryggilega að sér. Úti heyrast dularfull hljóð og eldar kvikna, atburðir úr fortíðinni leita á gestina og smám saman verður erfiðara að átta sig á því hvar óvinurinn leynist.” DRIVE